Enski boltinn

Veldu bestu skytturnar í stjóratíð Wengers

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Er þetta besta Arsenal-liðið frá upphafi? Wenger virðist ekki hrifinn.
Er þetta besta Arsenal-liðið frá upphafi? Wenger virðist ekki hrifinn. vísir/getty/skjáskot
Eins og greint var frá í morgun lætur Arsene Wenger af störfum sem knattspyrnustjóri Arsenal í lok tímabilsins en þar með lýkur 22 ára stjóratíð hans hjá félaginu.

Frakkinn hefur stýrt Arsenal síðan 1996. Hann hefur á þeim tíma unnið ensku úrvalsdeildina þrívegis, bikarinn sjö sinnum og Samfélagsskjöldinn sjö sinnum.

Wenger er eini maðurinn sem hefur stýrt liði til sigurs í úrvalsdeildinni án þess að tapa leik en „hinir ósigrandi“ eins og liðið var kallað gerði það tímabilið 2003/2004.

Nokkrir af bestu leikmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafa spilað fyrir Wenger hjá Arsenal og nú býður Sky Sports fótboltaáhugamönnum og þá sérstaklega stuðningsmönnum Arsenal upp á að setja saman sitt besta Arsenal-lið frá upphafi.

Ljóst er að leikmenn á borð við Thierry Henry og Patrick Vieira verða í liðunum hjá öllum en geta menn gert upp á milli Lee Dixon og Bacary Sagna eða Özil og Petit?

Smellið hér til að setja saman ykkar besta Arsenal-lið í stjóratíð Wengers.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×