Tónlist

Tvær nýjar plötur frá Kanye West í júní

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar
Kanye West tilkynnti á twitter reikninginum sínum tvær nýjar plötur.
Kanye West tilkynnti á twitter reikninginum sínum tvær nýjar plötur. Vísir/AFP
Rapparinn umdeildi tilkynnti á Twitter að hann ætlaði að gefa út tvær nýjar plötur í júní. Sú fyrri kemur út 1. júní og inniheldur hún sjö lög. Hin kemur út viku síðar, 8. júní, ef marka má twitter reikning West. NME greinir frá.  

Seinni platan er ávöxtur samstarfs West og Kid Cudi og hefur fengið nafnið Kids See Ghosts.



Síðasta plata West, The Life of Pablo, kom út árið 2016 og er þetta því í fyrsta skiptið í um það bil tvö ár sem tónlistarmaðurinn gefur út nýtt efni.

Kappinn sneri aftur á Twitter í vikunni eftir ellefu mánaða hlé frá samfélagsmiðlinum.

West tilkynnti einnig nýlega að hann hygðist gefa út heimspekirit, sem mun heita Break The Simulation eða Rof í eftirlíkingunni. Bókin mun fjalla um vangaveltur West um ljósmyndir sem menningarlegt fyrirbæri. 

Rapparinn hefur birt línur úr bókinni á twitter reikning sinn og segir að enginn útgefandi bendi honum á hvar hann eigi að setja efnið eða hversu margar blaðsíður bókin eigi að vera.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×