Chelsea í úrslit annað árið í röð

Dagur Lárusson skrifar
Olivier Giroud í baráttunni í leiknum.
Olivier Giroud í baráttunni í leiknum. vísir/getty
Chelsea komst áfram í úrslitaleik FA-bikarsins nú rétt í þessu eftir 2-0 sigur á Southampton þar sem Olivier Giroud og Alvaro Morata skoruðu mörk Chelsea.

 

Það var jafnræði með liðunum framan af leik og tókst hvorugu liðinu að skapa sér nægilega góð marktækifæri og þess vegna var markalaust þegar flautað var til hálfleiksins.

 

Liðsmenn Chelsea mættu hinsvegar ákveðnir til leiks í seinni hálfleikinn og skoruðu strax á 46. mínútu en það var Olivier Giroud sem skoraði markið eftir spil við Eden Hazard.

 

Chelsea hélt áfram að sækja út leikinn og skapaði sér mikið af færum. Antonio Conte gerði síðan skiptingu á 80. mínútu en þá setti hann Alvaro Morata inná i stað Olivier Giroud.

 

Aðeins tveimur mínútum eftir þessa skiptingu fékk Azpiliqueta boltann á hægri kanntinum og gaf frábæra sendingu inná teig, beint á kollinn á Alvaro Morata sem skallaði boltann í netið og kom Chelsea í 2-0.

 

Þetta reyndust lokatölur leiksins og Chelsea því komið í úrslitaleik FA-bikarsins annað árið í röð en þar mæta þeir José Mourinho og félögum í Manchester United sem báru sigur úr býtum gegn Tottenham í gær.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira