Erlent

Leiðtogar heimsins fagna fregnum frá Norður-Kóreu

Sylvía Hall skrifar
Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar.
Kim Jong-un fagnar einu af mörgum tilraunaskotum ríkisins með kjarnorkuflaugar. Nordicphotos/AFP
Donald Trump og aðrir ráðamenn víða um heim fagna því að Norður-Kórea hyggst hætta tilraunum með kjarnorkuvopn. Leiðtogi landsins, Kim Jong-un, sagði að frekari tilraunir væru óþarfar.

Evrópusambandið sagði fregnirnar vera jákvæðar, en að ríkið þyrfti að afkjarnorkuvæðast sem allra fyrst. Utanríkismálafulltrúi Evrópusambandsins, Federica Mogherini, sagði að þetta ætti að vera skref í þá átt. Þá hafa Bretar og Rússar tekið undir það, og sögðust Rússar vona að Bandaríkin og Suður-Kórea myndu minnka hernaðaraðgerðir á svæðinu.

Á Twitter-reikningi sínum sagði Trump að fréttirnar væru ekki einungis góðar fyrir Norður-Kóreu heldur heimsbyggðina alla og að hann hlakkaði til fundar leiðtoganna, sem er áætlaður í júní.



Leiðtogafundurinn þykir merkilegur, þá sérstaklega í ljósi þess að þetta verður í fyrsta skipti sem leiðtogar þessara ríkja funda saman en lengi vel hefur verið spenna í samskiptum ríkjanna. Trump sagði meðal annars í ágúst að „eld og heift“ myndi rigna yfir landið ef Norður-Kórea myndi standa í hótunum við Bandaríkin.

Talið er að þessar aðgerðir Jong-un séu vegna leiðtogafunda hans við bæði Bandaríkjaforseta og forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in. Fundur leiðtoga Kóreuskagans verður í næstu viku og er það í fyrsta skipti í 11 ár sem leiðtogarnir funda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×