Innlent

Ummerki um ítrekaðar barsmíðar

Sylvía Hall skrifar
Lögregla að störfum á vettvangi í Biskupstungum þann 31. mars síðastliðinn.
Lögregla að störfum á vettvangi í Biskupstungum þann 31. mars síðastliðinn. Vísir/Magnús hlynur
Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir ítrekuðum hnefahöggum, barsmíðum með áhaldi og spörkum eða stappi sem hafi leitt til dauða hans. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu krufningar á líki hins látna.

Í gæsluvarðhaldsúrskurði yfir manninum segir að hinn látni hafi verið með alvarlega höfuðáverka sem hafi leitt til innri blæðinga í höfði og séu þeir þess eðlis að nær útilokað sé að um fall hafi verið að ræða heldur hafi ítrekaðar barsmíðar leitt til þeirra. Þá hafi hann verið með áverka á hægri síðu sem voru líklega vegna endurtekinna högga eða sparka.

Ummerki á vettvangi þóttu benda til að til átaka hefði komið og fyrstu niðurstöður í vettvangsrannsókn leiddu í ljós að átökin hefðu að mestu farið fram í þvottahúsi hússins, en þar lá hinn látni þegar lögregla kom á vettvang.

Bróðir hins látna hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 7. maí vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×