Fótbolti

Sex marka jafntefli í fjörugum Íslendingaslag

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sif í leik gegn Sviss á EM í Hollandi í sumar.
Sif í leik gegn Sviss á EM í Hollandi í sumar. vísir/getty
Íslendingaliðin Limhamn Bunkeflo og Kristianstad skildu jöfn í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag.

Rakel Hönnudóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir voru báðar í byrjunarliði LB07. Rakel náði ekki að komast á blað í leiknum og var tekin af velli eftir 80 mínútur. Anna Björk spilaði allan leikinn í vörninni líkt og Sif Atladóttir í liði andstæðinganna.

Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar lið Kristianstad og stýrði sínum konum til 3-3 jafnteflis.

Guðbjörg Gunnarsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir léku allan leikinn fyrir Djurgården sem tapaði fyrir Vaxjö á útivelli. Þá spilaði Glódís Perla Viggósdóttir allan leikinn í stórsigri Rosengård á Kalmmar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×