Innlent

Ölvaður maður fór inn í íbúðarhúsnæði við Skipholt

Þórdís Valsdóttir skrifar
Fimm einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Fimm einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Vísir/Eyþór
Ölvaður maður var handtekinn á áttunda tímanum í gærkvöld eftir að tilkynnt hafði verið um að maðurinn hafi farið inn í íbúðarhúsnæði við Skipholt og neitað að fara þaðan út. Sami maður hafði einnig gengið í akbrautum á móti umferð stuttu áður og var hann færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands síns.

Þá var ofurölvi maður handtekinn klukkan sjö við Barónstíg og var sá einnig vistaður í fangageymslu sökum ástands. Annar maður var handtekinn klukkan þrjú í nótt eftir að hafa veist að dyravörðum á skemmtistað. Lögregla vistaði manninn í fangageymslu.

Innbrot við Vesturhlíð

Lögreglu barst tilkynning laust eftir klukkan tvö í nótt um innbrot í húsnæði við Vesturhlíð. Einn maður var handtekinn vegna málsins og er sá grunaður um aðild að innbrotinu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki vitað hverju var stolið.

Fimm grunaðir um ölvunar- eða fíkniefnaakstur

Fimm einstaklingar voru stöðvaðir af lögreglu í gærkvöld og í nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Tveir þeirra voru einnig grunaðir um vörslu fíkniefna. Á tíunda tímanum var lögreglu tilkynnt um rásandi aksturlag og akstur á móti umferð og var ökumaðurinn grunaður um að aka undir áhrifum og var hann vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×