Innlent

Lögregla ítrekað haft afskipti af hústökufólki á Óðinsgötu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá vettvangi brunans á laugardagskvöld.
Frá vettvangi brunans á laugardagskvöld. Vísir/jóhann k.
Maður sem handtekinn var í kjölfar brunans á Óðinsgötu á laugardagskvöld var yfirheyrður í gær og svo látinn laus samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Rafn Hilmar Guðmundsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, segir eldsupptök ekki liggja fyrir þar sem tæknideild lögreglu er enn að rannsaka málið.

Þá fást ekki upplýsingar um það hvers vegna maðurinn var handtekinn, til að mynda hvort hann hafi verið í húsinu þegar eldurinn kom upp, en það var mannlaust þegar slökkviliðið kom á vettvang.

Að sögn Rafn Hilmars hefur lögreglan farið ítrekað í húsið síðasta mánuðinn til að reka út hústökufólk. Hann segir að lögreglan hafi beint því til eiganda hússins að loka því sem hann hafi gert en hústökufólk hafi svo brotið sér leið inn aftur. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×