Fótbolti

Enn meiðast leikmenn Argentínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Biglia haltrar af velli um síðustu helgi.
Biglia haltrar af velli um síðustu helgi. vísir/getty
Fyrstu mótherjar Íslands á HM, Argentínumenn, eru að lenda í áföllum þessa dagana en um helgina meiddist annar leikmaður landsliðsins.

Að þessu sinni var það varnarsinnaði miðjumaðurinn Lucas Biglia sem meiddist í leik með liði sínu, AC Milan.

Hann fékk hné frá andstæðingi í bakið og hneig niður. Hann verður skoðaður betur næstu daga en það getur tekið allt frá þremur vikum upp í þrjá mánuði að jafna sig af þeim meiðslum sem Biglia hlaut.

Þessi 32 ára leikmaður hefur spilað 57 landsleiki fyrir Argentínu. Leikur Íslands og Argentínu á HM fer fram þann 16. júní.

Sergio Aguero er einnig meiddur og mikil óvissa með það hvort hann geti verið með á HM.


Tengdar fréttir

Óvissa með Aguero fyrir Íslandsleikinn

Óvíst er hvort Sergio Aguero verði klár til leiks þegar Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik á HM í Rússlandi í sumar. Leikmaðurinn staðfesti í dag að hann hefði gengist undir aðgerð á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×