Körfubolti

Daníel snýr aftur til Grindavíkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Daníel Guðmundsson var þjálfari Njarðvíkur en hefur fært sig um set á Suðurnesjunum.
Daníel Guðmundsson var þjálfari Njarðvíkur en hefur fært sig um set á Suðurnesjunum. Vísir/Ernir

Daníel Guðni Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Grindavíkur. Félagið tilkynnti þetta í dag.

Daníel var aðalþjálfari Njarðvíkur í Domino's deild karla í vetur en hann var látinn fara frá liðinu eftir tímabilið. Njarðvík komst í átta liða úrslitin en datt þar út fyrir KR.

Hann þekkir vel til í Grindavík eftir að hafa spilað þar og þjálfað meistaraflokk kvenna.

„Við erum virkilega ánægð með endurkomu Daníels til klúbbsins og bindum miklar vonir við ráðningu Daníels,“ segir í tilkynningu Grindavíkur.Tengdar fréttir

Einar Árni tekur við Njarðvík

Einar Árni Jóhannsson hefur tekið við karlaliði Njarðvíkur en Körfuknattleiksdeild félagsins staðfesti þetta í dag.

Njarðvík framlengir ekki við Daníel

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Daníel Guðna Guðmundsson en hann hefur verið með liðið síðustu tvö tímabilin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.