Fótbolti

Eigandi Liverpool taldi sig hafa greitt of mikið fyrir Salah

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah hefur notið lífsins í Liverpool.
Salah hefur notið lífsins í Liverpool. vísir/getty
John W. Henry, eigandi Liverpool, var frekar ósáttur eftir að hafa fest kaup á Mohamed Salah frá Roma því hann taldi sig hafa greitt of mikið fyrir Egyptann.

Svo segir James Pallotta, forseti Roma, við fjölmiðla í dag. Óhætt er að segja að Henry hafi alls ekki greitt of mikið fyrir Salah sem hefur átt ótrúlega leiktíð.

„Hann var eitthvað að væla eftir undirskriftina. Sagði hluti eins og að hann teldi sig hafa greitt of mikið fyrir leikmanninn. Þá ákvað ég bara að bjóða honum í hádegismat í staðinn,“ sagði Pallotta léttur.

„Ef við skoðum kaupin í dag þá voru þetta algjör kjarakaup hjá Liverpool. Staðan var þannig að Salah átti bara eitt ár eftir af samningi sínum við okkur og vildi fara. Við urðum því að selja. Það var samt enginn nálægt því að bjóða jafn hátt og Liverpool.“

Leikur Liverpool og Roma í kvöld helst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Tengdar fréttir

Grobbelaar er enn á svörtum lista í Róm

Þar sem Liverpool og Roma mætast í Meistaradeildinni í kvöld er mikið verið að rifja upp sögulegan úrslitaleik félaganna í Evrópukeppninni árið 1984.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×