Fótbolti

Courtois leggur fram kæru gegn fyrrum þjálfara Belgíu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þeir félagarnir myndu varla takast í hendur í dag.
Þeir félagarnir myndu varla takast í hendur í dag. vísir/afp
Thibaut Courtois, markvörður Chelsea og belgíska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja fram kæru á hendur Marc Wilmots, fyrrum þjálfara belgíska landsliðsins.

Courtois hefur lagt fram kæru vegna ærumeiðinga en Wilmots sagði í viðtali við BeIn Sports í Katar að faðir Courtois hafi dreift liðsuppstillingum Belga á EM í Frakklandi 2016.

Þetta eru þeir feðga ekki sáttir með og hafa kvartað undan ummælum Wilmots. Courtois greindi frá þessu á Instagram síðu sinni þar sem hann segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem Wilmots og segir orð Wilmots vega að virðingu sinni.

Instagram-færslu Courtois má sjá neðar í greininni en Wilmots var rekinn eftir að Belgarnir duttu út gegn Wales á EM í Frakklandi 2016.

Belgía er á leið, eins og Ísland, til Rússlands í sumar en Roberto Martinez, fyrrum stjóri Everton, er nú stjóri Belga. Liðið er með Englandi, Túnis og Panama í riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×