Íslenski boltinn

Spurningamerkin of mörg í Vesturbænum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Í upphitunarþætti Pepsimarkanna fyrir komandi tímabil var farið yfir öll lið deildarinnar og spáð í gengi þeirra. Sérfræðingarnir spáðu KR og KA í 5. og 6. sæti deildarinnar.

„Spurningamerkin eru of mörg. Þeir hafa verið flatir, voru flatir á síðasta tímabili og hafa ekki verið sérstakir í vetur. Það þurfa ansi margir í KR liðinu að stíga upp þegar líður á sumarið ef þeir vilja gera betur en 5. sæti,“ var sérfræðiálit Reynis Leóssonar.

„Að mínu mati eru KA menn búnir að gera góða hluti á markaðnum með að fá Hallgrím [Jónasson] heim og varnarleikurinn verið þeirra styrkleiki í vetur, fengu aðeins á sig 4 mörk í 5 leikjum í Lengjubikarnum,“ sagði Gunnar Jarl Jónasson, sérfræðingur þáttarins.

Þjálfarar liðanna voru mættir í Laugardalinn og ræddi Hörður Magnússon við þá.

„Við höfum alltaf þurft að vera með þá ábyrgð að vera spáð 1. eða 2. sæti. Þetta er bara spá, við erum bara brattir KR-ingar og munum ekki sætta okkur við það að lenda í 5. sæti,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR.

„Ég heyri ekki mikið um væntingar í Vesturbænum, eina sem ég heyri er að það vilja allir að við vinnum mótið.“

Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var ánægður með spána og sagði menn stefna hátt fyrir norðan

„Við enduðum síðasta mót í sjöunda sæti og að sjálfsögðu er stefnan alltaf að gera betur. Ég er með gott lið og undirbúningstímabilið gengið vel.“

„Væntingarnar hafa verið miklar síðustu þrjú ár og pressan mikil, en við vitum núna best hvað við getum og erum fastir á jörðinni.“

Umfjöllun Pepsimarkanna um KR og KA má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

„Gott að einhver hafi trú á okkur“

Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Sérfræðingarnir settu Fjölni og Keflavík í 9. og 10. sæti deildarinnar

Kaldar kveðjur til fyrrum sérfræðinga

Upphitunarþáttur Pepsimarkanna var sýndur á Stöð 2 Sport í gærkvöld þar sem farið var yfir öll lið deildarinnar og spáð í komandi tímabil. Víkingi R. og bikarmeisturum ÍBV var spáð falli úr deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×