Innlent

Siumut stærsti flokkurinn í Grænlandi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Kosningaveggspjöld í Nuuk.
Kosningaveggspjöld í Nuuk. Vísir/EPA

Stjórnarflokkurinn Siumut er áfram stærsti flokkur Grænlands eftir þingkosningarnar sem fram fóru þar í landi í gær. Kosninganóttin var æsispennandi en úrslit voru ekki ljós fyrr en í morgunsárið.

Siumut, sem er jafnaðarmannaflokkur, fékk níu menn kjörna og næst stærsti flokkurinn varð vinstriflokkurinn Inuit Ataqatigiit með átta fulltrúa.

Báðir flokkarnir mynda þegar ríkisstjórn í Grænlandi ásamt miðjuflokknum Partii Naleraq sem fékk fjóra menn kjörna.

Ríkisstjórn Kim Kielsen heldur velli en flokkarnir gengu ekki bundnir til kosninga og því ekki útilokað að stokkað verði upp í stjórninni.

Demókrataflokkurinn fékk sex menn kjörna, íhaldsflokkurinn Atassut fékk tvo, flokkur aðskilnaðarsinna og Samvinnuflokkurinn fengu einn mann kjörinn hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.