Enski boltinn

Fær Gylfi fyrrum samherja frá Swansea til Everton?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ki og Gylfi í leik með Swansea gegn Liverpool.
Ki og Gylfi í leik með Swansea gegn Liverpool. vísir/afp
Everton hefur áhuga á að klófesta Ki Sung-yeung, miðjumann Swansea, en þetta herma heimildir Sky Sports.

Samningur suður-kóreska landsliðsmannsins rennur út í sumar en AC Milan og fjögur önnur ensk félög hafa áhuga á að klófesta þennan 28 ára gamla miðjumann.

Swansea vildi framlengja við hann í desember en hann vildi bíða með það þangað til að hann myndi sjá hvort að Swansea myndi halda sér í deildinni eða ekki.

Everton vill nú klófesta miðjumanninn en hann og Gylfi Þór Sigurðsson léku saman hjá Swansea á sínum tíma. Enn er óvíst hver stýrir Everton á næstu leiktíð en stuðningsmenn félagsins vilja Sam Allardyce burt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×