Innlent

Björgvin fer yfir brunatjónið

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Björgvin Halldórsson stórsöngvari.
Björgvin Halldórsson stórsöngvari.
Stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson sér fram á töluvert tjón af brunanum í húsnæði Geymslna í Miðhrauni fyrr í mánuðinum. Björgvin var einn þeirra fjölmörgu viðskiptavina Geymslna sem áttu verðmæti og eigur í húsnæðinu sem brann og er ónýtt.

Aðgangur var opnaður að fyrstu hæð húsnæðisins í fyrradag þar sem viðskiptavinir gátu farið í gegnum eigur sínar, eða það sem eftir var af þeim. Við skoðunina fengu margir staðfest það sem þeir óttuðust mest.

Sjá einnig: Græjur Björgvins og búslóð Svölu gætu orðið eldinum að bráð

„Ég er búinn að fá 90 prósent af þessu sem var í geymslunum og við erum að skoða þetta núna og það lítur fyrir að það sé töluvert tjón. En það er ekki komin niðurstaða í það,“ segir Björgvin í samtali við Fréttablaðið.

Eins og fram hefur komið er talið að eldsupptök í Miðhrauni í Garðabæ hafi verið í rafmagnstenglum neðan við rafmagnstöflu á brunavegg í miðrými húsnæðis Icewear. Þetta kom fram í bráðabirgðaniðurstöðu rannsóknar lögreglu á eldsvoðanum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×