Skoðun

Blár apríl – tækifæri fyrir alla

Hópur ráðgjafa deildar Vinnumála­stofnunar fyrir fólk með skerta starfsgetu skrifar
Lífið er blátt á mismunandi hátt segir í texta frá félagi barna með einhverfu. Aprílmánuður hefur verið valinn til að beina augum fólks að einhverfu og fræða um birtingarmyndir hennar.

Hjá Vinnumálastofnun starfa ráðgjafar sem aðstoða fólk með skerta starfsgetu við atvinnuleit og styðja síðan í framhaldi við þátttöku þeirra á almennum vinnumarkaði. Hugmyndafræðin að baki þessu verkferli er „Atvinna með stuðningi“ (Supported employment). Stuðningurinn er mjög mismunandi og fer eftir þörfum hvers og eins sem og þörfum atvinnurekandans.

Fjöldi einstaklinga með einhverfu er í margs konar störfum á almennum vinnumarkaði. Samstarf Vinnumálastofnunar og fyrirtækja hefur verið farsælt og fært mörgum tækifæri á vinnumarkaði og innihaldsríkara líf. Okkur langar með þessum orðum að þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem við höfum verið í samstarfi við. Jafnframt hvetjum við fleiri fyrirtæki til að skoða landslagið hjá sér og athuga hvort ekki séu tækifæri í starfsemi þeirra til að bjóða einstaklingum með einhverfu til starfa. Fólk með einhverfu býr yfir margs konar hæfileikum og er eins mismunandi og það er margt.

Við viljum höfða til samfélagslegrar ábyrgðar okkar allra um að gefa einstaklingum með einhverfu tækifæri til að sýna sig og sanna.

Árangurinn og ávinningurinn er okkar allra.




Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×