Körfubolti

James kom Cleveland í lykilstöðu með þriggja stiga flautukörfu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James fagnað eftir leik.
LeBron James fagnað eftir leik. Vísri/Getty
LeBron James skoraði þriggja stiga flautukörfu sem tryggði Cleveland þriggja stiga sigur á Indiana, 98-95, í fimmta leik liðanna í rimmu þeirra í fyrstu umferð úrslitakeppninninar í NBA-deildinni í nótt.



Með sigrinum tók Cleveland 3-2 forystu í einvigínu og getur með sigri í Indianapolis á föstudagskvöld tryggt sér sigur í rimmunni eftir að hafa lent tvívegis undir.

James átti stórleik. Hann skoraði 44 stig, tók tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hann nýtt enn fremur öll fimmtán vítaskotin sín í leiknum. Kyle Korver skoraði nítján stig fyrir Cleveland.



Houston er komið áfram í næstu umferð eftir að hafa unnið Minnesota á heimavelli, 122-104, og þar með rimmuna 4-1. Clint Capela var með 26 stig og James Harden 24 fyri Houston.

Houston mætir annað hvort Utah Jazz eða Oklahoma City Thunder í næstu umferð en Utah er með 3-2 forystu í þeirri rimmu þrátt fyrir tap á útivelli í nótt, 107-99. Russell Westrbrook skoraði 45 stig fyrir Oklahoma City.

Að síðustu vann Toronto sigur á Washington, 108-98, og náði þar með 3-2 forystu í einvíginu. DeMar DeRozan skoraði 32 stig fyrir Toronto sem hafði tapaði síðustu tveimur leikjum í rimmunni, sem báðir fóru fram í Washington. Næsti leikur er einmitt í Washington á föstudag.



Úrslit næturinnar:

Toronto - Washington 108-98 (3-2)

Cleveland - Indiana 98-95 (3-2)

Houston - Minnesota 122-104 (4-1)

Oklahoma City - Utah 107-99 (2-3)

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×