Körfubolti

Pétur um Brynjar: Hann á stundum ekkert erindi inn á körfuboltavöll

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson
Pétur Rúnar Birgisson Vísir/bára
Pétur Rúnar Birgisson átti góðan leik fyrir Tindastól gegn KR á Sauðárkróki í gær en það dugði ekki til. KR vann leikinn, 77-75, eftir að Brynjar Þór Björnsson hafði tryggt gestunum sigur með flautukörfu í hádramatískum leik.

Pétur Rúnar og Brynjar Þór áttu í orðaskiptum í þriðja leikhluta og var sá fyrrnefndi ekki sáttur við þau í viðtali við Rúv eftir leikinn í gær.

„Mér fannst á mér brotið,“ sagði hann. „Stundum á hann [Brynjar Þór] bara ekkert erindi inn á körfuboltavöll. Og að hann sé með engar villur í þessum leik er bara fáránlegt. Ég held að mennirnir sem eru með flautuna ættu að skoða það vel fyrir næsta leik og hvernig hann spilar. Þeir ættu að vita það.“

Pétur Rúnar var spurður hvort hann vilji að KKÍ vilji taka málið fyrir þá játti hann því. Hann vilji að KKÍ skoði alla leiki sem Brynjar Þór hafi spilað.

„Þetta er fáránlegt. Þetta á ekki heima í körfubolta.“

Næsti leikur í rimmu liðanna fer fram á laugardagskvöld klukkan 20.00 og getur KR þá tryggt sér titilinn fimmta árið í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×