Innlent

Þrettán milljóna verðlaunafé

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þetta hlaup er ekkert grín.
Þetta hlaup er ekkert grín. Spartan
Þrekraunakeppnin Spartan Ultra fer fram öðru sinni í nágrenni Reykjavíkur þann 8. desember næstkomandi. Um er að ræða heimsmeistaramót í grein sem helst mætti líkja við 10 kílómetra langa þrautabraut. Á leiðinni þurfa keppendurnir að komast í gegnum 20 þrautir á meðan þeir berjast við óblíða íslenska veðráttu og sá sem klárar flesta hringi á 24 klukkustundum stendur uppi sem sigurvegari.

Aðeins keppendur sem hafa klárað svokallað Spartan Ultra hlaup á síðastliðnu ári mega skrá sig til leiks. Keppendurnir sem mæta til Reykjavíkur eru því í góðu líkamlegu formi, rétt eins og Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók þátt í hlaupi síðasta árs.

Keppninni hefur verið lýst sem einni þeirra allra erfiðustu í heiminum - og er verðlaunaféð í samræmi við það. Keppendurnir bítast um 125 þúsund dali, um 13 milljónir króna. Efstu fimm keppendurnir í karla- og kvennaflokki deila með sér 26 þúsund dala verðlaunafé en takist einhverjum að hlaupa 160 kílómetra á þeim sólarhring sem keppnin stendur yfir fær sá hinn sami 100 þúsund dali aukalega.

Rétt er þó að taka fram að enginn í sögu keppninnar hefur náð þeim árangri. Bandaríkjamaðurinn Joshua Fiore komst þó næst því í fyrra, þegar hann hljóp 114,42 kílómetra á einum sólarhring.

Hér að neðan má sjá dæmi um Spartan-þrautabraut.


Tengdar fréttir

Erfiðustu tímarnir þeir bestu fyrir mig

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit, segist hafa lært mikið af síðasta ári þar sem hún missti af heimsmeistaratitlinum. Hann ætlar hún að endurheimta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×