Enski boltinn

Real hefur ekki haft samband við Liverpool út af Salah

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mohamed Salah verður eftirsóttur.
Mohamed Salah verður eftirsóttur. vísir/getty
Real Madrid hefur verið orðað við egypska framherjann Mohamed Salah undanfarna daga sem kemur ekki á óvart miðað við hvernig hann er að spila.

Salah, sem kostaði Liverpool aðeins 34 milljónir punda þegar að hann var keyptur frá Roma síðasta sumar, er búinn að skora 43 mörk í 47 leikjum og er kominn með Liverpool-liðið hálfa leið í úrslitaleik Meistaradeidlarinnar.

Samkvæmt heimildum Sky Sports hefur Real Madrid ekki haft samband við Liverpool varðandi kaup á leikmanninum, en þetta kemur fram í frétt á vef Sky Sports í morgun.

Áður var búið að greina frá því að Liverpool sagði Real Madrid að 200 milljónir punda væru ekki einu sinni nóg til þess að kaupa af þeim besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar þetta tímabilið.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði fyrr í þessum mánuði að hann væri fullviss um að Salah yrði áfram hjá félaginu og myndi taka slaginn með því í úrvalsdeildinni næsta vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×