Erlent

Bandaríkjaþing staðfesti Pompeo sem utanríkisráðherra

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Mike Pompeo nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/Getty
Fyrrverandi yfirmaður CIA í Bandaríkjunum, Mike Pompeo, verður utanríkisráðherra en þetta var staðfest í Bandaríska þinginu í dag. Atkvæðagreiðslan fór fram í þinginu í dag og fór hún 54-41 fyrir Pompeo sem staðfesti tilnefningu hans til þessa embættis. Pompeo hafði fengið mikið mótlæti frá Demókrötum sem höfðu áhyggjur af orðspori hans og yfirlýsingum hans um samkynhneigð og Íslam.

Donald Trump Bandaríkjaforseti rak Rex Tillerson sem gegndi stöðunni í mars og kom það Tillerson mjög á óvart. Tillerson fékk að vita af þessu í gegnum Twitter samkvæmt upplýsingum frá Utanríkisráðuneytinu.

Sarah Huckabee Sanders, blaðafulltrúi Hvíta hússins, sagði að Trump hefði beðið Tillerson um að stíga til hliðar, að því er CNN-fréttastöðin hafði eftir henni.

Í yfirlýsingu hvatti Trump Bandaríkjaþing til þess að staðfesta tilnefningu Pompeo hratt. Hann eigi að halda áfram að endurreisa stöðu Bandaríkjanna í heiminum, styrkja bandalög, taka á andstæðingum og að vinna að afkjarnorkuvæðingu Kóreuskaga.


Tengdar fréttir

Mike Pompeo fór í leyniferð til Norður-Kóreu og hitti Kim

Verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna fundaði með einræðisherra Norður-Kóreu. Styttist í leiðtoga- fund Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Enn styttra í leiðtogafund ríkjanna tveggja á Kóreuskaga. Samið var um beina sjónvarpsútsendindgar frá fundinum.

Forstjóri CIA fundaði með Kim Jong-un

Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA og verðandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa ferðast til Pjongjang, höfuðborgar Norður-Kóreu, þar sem hann á að hafa fundað með leiðtoga ríkisins, Kim Jong-un.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×