Innlent

Ágætis útivistarveður á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það hvessir þó á sunnudag.
Það hvessir þó á sunnudag. Vísir/ernir

Útlit er fyrir skúri eða slydduél sunnan- og suðvestanlands, sem og á Vestfjörðum, í dag. Úrkomuminna verður þó á norðausturhluta landsins.

Það verður vestlæg eða breytileg átt, 3 til 10 m/s með morgninum en það gæti svo bætt í vind á Vestfjörðum í kvöld að sögn Veðurstofunnar.

Hitinn verður á bilinu 0 til 8 stig að deginum, hlýjast syðst, en víða næturfrost, einkum norðaustantil.

Það er spáð „ágætis útivistarverði“ á morgun, búast má við því að vindur verði hægur og að stöku él eða skúrir geri vart við sig. Þó verður úrkomulítið um landið vestanvert þegar líður á daginn.

Það snýst svo í stífa suðlæga átt með rigningu eða slyddu á sunnudag, en áfram verður þó þurrt norðaustan til.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða stöku skúrir eða él, en léttir til V-lands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 8 stig að deginum, hlýjast S-til. 

Á sunnudag:
Ákveðin suðlæg átt með rigningu eða slyddu, en þurrt NA-til. Hlýnar heldur, einkum fyrir norðan. 

Á mánudag:
Minnkandi suðlæg átt. Rigning S-lands og skúrir um landið V-vert, jafnvel él þar um kvöldið, annars þurrt. Hiti 1 til 7 stig, hlýjast NA-til. 

Á þriðjudag:
Norðvestlæg og vestlæg átt með skúrum eða éljum, einkum NV-til, en úrkomulítið um landið A-vert. Kólnar heldur. 

Á miðvikudag og fimmtudag:
Útlit fyrir suðvestlæga eða breytilega átt með stöku skúrum eða éljum S- og V-lands, annars víða bjart í veðri. Hiti 0 til 5 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.