Lífið

Sjáðu dansstílana sem pörin reyna við á sunnudagskvöldið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Öll pörin sem hófu keppni í Allir geta dansað.
Öll pörin sem hófu keppni í Allir geta dansað.
Allir geta dansað er á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöldið. Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu og hefst klukkan 19:10.

Í síðasta þætti voru þau Lóa Pind Aldísardóttir og Sigurður Már send heim. Í næsta þætti fer eitt par heim og fer parið heim sem endar með fæst stig þegar einkunnir dómnefndar og símaatkvæði eru talin saman. Um er að ræða næstsíðasta þáttinn og verður úrslitaþátturinn á dagskrá þann 6. maí.

Hér að neðan má sjá hvaða dansstíla pörin reyna við og við hvaða lög þau dansa og hvaða kosninganúmer þau verða með. Ekki verður hægt að kjósa fyrr en á sunnudagskvöldið.

BERGÞÓR OG HANNA - 9009001 - Quickstep

Putting on the Ritz með The Pasadena Roof Orchestra

ARNAR OG LILJA - 9009002 - Samba

Despacito með Luis Fonsi ft. Daddy Yankee

EBBA OG JAVI - 9009003 - Paso Doble

Paso Doble, með J.P. Strater - Simpecao, með Zafiro y Luna

HUGRÚN OG DAÐI - 9009004 - Cha-Cha

American boy með Estelle

JÓHANNA OG MAX - 9009005 - Tango

The Greatest Show á The Greatest Showman soundtrack






Fleiri fréttir

Sjá meira


×