Formúla 1

Vettel á ráspól í Bakú

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sebastian Vettel.
Sebastian Vettel. Vísir/Getty

Fjórði kappakstur tímabilsins í Formúlu 1 er í fullum gangi en hann fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan.

Þjóðverjinn Sebastian Vettel er á ráspól í Formúla 1 þessa helgina en hann var 0,179 sekúndum á undan aðalkeppinaut sínum, Lewis Hamilton, í tímatökunni í gær. Þriðji verður liðsfélagi Hamilton hjá Mercedes, Valtteri Bottas.

Vettel hefur farið vel af stað á tímabilinu, unnið tvær af fyrstu þremur keppnunum og er kominn með níu stiga forskot á Hamilton en reiknað er með að þeir tveir muni heyja harða baráttu um meistaratitilinn í ár.

Keppnin hefst í hádeginu og hefst bein útsending á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:40.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.