Enski boltinn

Sagan ekki með Manchester City gegn Liverpool

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mohamed Salah
Mohamed Salah Vísir/Getty
Manchester City og Liverpool mætast á Etihad í kvöld í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. City fékk 0-3 skell á Anfield í fyrri leiknum gegn Liverpool en sigurvegari einvígisins kemst í undanúrslitin.

Það efast enginn um að City getur sett þrjú mörk á Liverpool en þeir þurfa að stöðva eldfljóta sóknarmenn Liverpool sem reyndust City afar erfiðir í fyrri leiknum.

Stærsta spurningarmerki Liverpool er hvort markahrókurinn Mohamed Salah verður með í kvöld en hann fór meiddur af velli í fyrri leik liðanna.

Sagan er City ekki hliðholl en aðeins tvívegis hefur liði tekist að vinna eftir þriggja marka tap í fyrri leiknum í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Frægt er þegar Börs­ungar unnu 6-1 sigur á PSG á heimavelli fyrir ári eftir að hafa tapað fyrri leiknum 0-4. Þá tókst Deportivo að slá út ógnarsterkt lið AC Milan vorið 2004 eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-4 en þeir unnu ítalska stórveldið á heimavelli 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×