Innlent

Nýbýlavegur lokaður um óákveðinn tíma vegna alvarlegs umferðarslyss

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Nýbýlavegi hefur verið lokað vegna slyssins.
Nýbýlavegi hefur verið lokað vegna slyssins. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á Nýbýlavegi við Furugrund klukkan 8:44 í morgun.

Verður gatan lokuð um óákveðinn tíma í báðar áttir samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Jepplingur og fólksbíll lentu í árekstri en að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu voru tveir fluttir á slysadeild, einn úr hvorum bíl, en ekki fást upplýsingar um hversu alvarlega þeir eru slasaðir. Vinnu er að ljúka á vettvangi en gatan verður áfram lokuð.

Fréttin var uppfærð klukkan 09:35.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.