Fótbolti

Þær gömlu unnu skotkeppnina og verða vonandi áfram á skotskónum í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Talið frá vinstri: Hallbera Guðný Gísladóttir, Sif Atladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.
Talið frá vinstri: Hallbera Guðný Gísladóttir, Sif Atladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Fésbókin/KSÍ
Íslenska kvennalandsliðið mætir Færeyjum á eftir í undankeppni HM 2019 en íslenska liðið má ekki misstíga sig í baráttunni um sæti á HM í Frakklandi næsta sumar.

Leikurinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og fer fram á Tórsvelli í Þórshöfn.

 Hin ómissandi skotkeppni var að venju á dagskránni á síðustu æfingu liðsins fyrir leik á keppnisvellinum og voru það "gömlu" sem höfðu sigur að þessu sinni eins og kemur fram á fésbókarsíðu KSÍ.





Sigurvegarar í liði þeirra gömlu voru talið frá vinstri: Hallbera Guðný Gísladóttir, Sif Atladóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Guðbjörg Gunnarsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.

Nú er bara að vona að þessar verði líka á skotskónum í leiknum í dag en þarna eru margir lykilmenn íslenska liðsins og flestar í byrjunarliðinu í síðasta leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×