Fótbolti

Sandra byrjar í markinu og þrjár aðrar koma inn í liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harpa Þorsteinsdóttir verður í fremstu línu á móti Færeyjum í dag.
Harpa Þorsteinsdóttir verður í fremstu línu á móti Færeyjum í dag. Vísir/Getty
Freyr Alexandersson gerir fjórar breytingar á byrjunarliðinu fyrir leikinn á móti Færeyjum í undankeppni HM 2019.

Sjö leikmenn sem byrjuðu í sigurleiknum á Slóveníu í föstudaginn halda sæti sínu í liðinu en fjórar koma nýjar inn í liðið.

Leikurinn fer fram á Tórsvelli í Þórshöfn og hefst klukkan 16.00.

Sandra Sigurðardóttir tekur sæti Guðbjargar Gunnarsdóttur í marki íslenska liðsins.

Aðrar sem koma inn í liðið eru þær Harpa Þorsteinsdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir.

Sif Atladóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Agla María Albertsdóttir setjast allar á bekkinn.

Anna Björk kemur inn fyrir Sif, Svava Rós fyrir Selmu Sól og Harpa fyrir Öglu Maríu.

Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir halda allar sæti sínu í byrjunarliðinu.





Byrjunarlið Íslands:

Sandra Sigurðardóttir (Markvörður)

Glódís Perla Viggósdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Anna Björk Kristjánsdóttir

Svava Rós Guðmundsdóttir

Rakel Hönnudóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (Fyrirliði)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Harpa Þorsteinsdóttir

Fanndís Friðriksdóttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×