Íslenski boltinn

Óli Þórðar: Það er verið að kellingavæða allt saman

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Óli Þórðar hefur aldrei legið á skoðunum sínum.
Óli Þórðar hefur aldrei legið á skoðunum sínum. vísir/anton
Ólafur Þórðarson, knattspyrnugoðsögn með meiru, er ekki par hrifinn af þeim breytingum sem orðið hafa á knattspyrnusamfélaginu á síðustu árum.

„Það er allt í bómul í dag og enginn þorir að segja eitt eða neitt,“ sagði Ólafur í viðtali við Gunnlaug Jónsson í þættinum Návígi á fótbolti.net.

„Það er verið að kellingavæða allt saman. Það má ekki segja neitt. Feminisminn er orðinn allsráðandi. Ég hef ekkert á móti feministum en karlmenn eru bara karlmenn. Út á vellinum eru þetta bara dýrin í skóginum.“

Það eru ekki bara breytingarnar á knattspyrnusamfélaginu sem Ólafi hugnast ekki.

„Það er verið að rítalíndópa börn frá unga aldri. Væri ég barn í dag þá væri ég á tvöföldum Rítalín-skammti. Við erum að drepa karakterinn í þessum krökkum í stað þess að koma þeim í útrás. Svo þau geti notað orkuna sem í þeim býr.

Öll börn í dag eru á stofnunum frá unga aldri. Þau eru aldrei úti að leika sér eins og áður og vinna ekki neitt. Strákar í dag í kringum tvítugt hafa varla unnið handtak. Það er algjör hörmung. Þeir eru líka svo grautlinir að það hálfa væri nóg. Þeir skíta á sig við að lyfta 100 kílóum. Þetta er skelfileg þróun.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×