Tíska og hönnun

Sam Smith í úlpu frá 66°Norður á Instagram

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sam Smith í úlpunni umtöluðu.
Sam Smith í úlpunni umtöluðu. Instagram/Sam smith

Breski tónlistarmaðurinn Sam Smith deildi mynd af sér íklæddum úlpu frá íslenska fyrirtækinu 66° norður í dag. Smith birti myndina, sem sjá má í heild hér að neðan, í svokölluðu „story“ á Instagram og virtist una sér vel í úlpunni.

„Ég elska aðdáendur mína svo mikið,“ skrifaði Smith við myndina og þakkaði auk þess dyggum aðdáanda sérstaklega fyrir blóm sem hann heldur á.

Ekki fylgir sögunni hvernig Smith áskotnaðist úlpan, sem virðist vera af gerðinni Jökla, en hann er ekki sá fyrsti sem hefur öðlast heimsfrægð og um leið klæðst fatnaði frá 66°Norður. Í fyrrasumar var rapparinn Big Sean, sem spilaði á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni, myndaður í fatnaði fyrirtækisins á ferð sinni um landið.

Smith, sem þekktastur er fyrir lög sín Stay With Me og I'm Not the Only One, er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilaði í heimabæ sínum, London, um liðna helgi.

Instagram/Sam smith

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.