Viðskipti innlent

Ísland komið á toppinn í fjarskiptum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Houlin Zhao í ræðustól á samkomunni í morgun.
Houlin Zhao í ræðustól á samkomunni í morgun. Vísir/Böddi

Ísland er í fyrsta sæti í þróun fjarskiptainnviða í samantekt Alþjóðafjarskiptasambandsins miðað við árið 2017. Þetta kom fram á morgunverðarfundi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins sem fram fór á Grand hótel í morgun. Þar tók Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra við viðurkenningu frá Alþjóðafjarskiptasambandinu vegna árangursins.

Suður-Kórea var í efsta sæti listans fyrir árið 2016 en þá sat Ísland í öðru sæti. Þjóðirnar hafa því sætaskipti í toppsætum listans. Næstu lönd á eftir eru Sviss, Danmörk, Bretland og Kína sem öll voru á svipuðum slóðum árið áður. Raunar eru litlar breytingar á listanum á milli ára.

Houlin Zhao, aðalritari Alþjóðafjarskiptasambandsins, afhenti ráðherra viðurkenninguna og ávarpaði samkomuna. Hann sagði Ísland til fyrirmyndar þegar kæmi að fjarskiptum. Mikil og góð fjárfesting og uppbygging á sviði fjarskipta hefði skilað sér.

Nefndi hann sérstaklega árangur af því að tengja sveitir landsins þegar kæmi að fjarskiptakerfum. Ísland væri strjálbýlt land en árangurinn sem náðst hefði merkilegur í því ljósi. Sigurður Ingi þakkaði fyrir viðurkenninguna og hrósaði íslenskum fjarskiptafyrirtækjum fyrir vinnu sína.

Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, hélt erindi um helstu áskoranir í fjarskiptum og netöryggismálum. Þar verði næsta áskorun innleiðing 5G. Þá sátu ráðherrann, Houlin Zhao og Hrafnkell fyrir vörum í pallborðsumræðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.