Erlent

„Múmíuapi“ fannst í bandarískri verslunarmiðstöð

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Apinn hefur vakið mikla athygli á Facebook.
Apinn hefur vakið mikla athygli á Facebook. Mynd/Old Minneapolis
Skorpnar líkamsleifar apa fundust í húsnæði verslunarmiðstöðvar í borginni Minneapolis í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum nú í apríl. Uppruni apans er enn á huldu.

Iðnaðarmenn, sem hafa verið við störf í húsinu við endurbætur síðustu misseri, fundu dýrið á bak við loftplötur í Dayton-verslunarmiðstöðinni í Minneapolis og vakti fundurinn mikla athygli á Facebook, þar sem fregnunum var að vonum deilt.

Fulltrúar safna í grenndinni vinna nú að því að komast að hinu sanna um uppruna apans. Í frétt BBC kemur fram að bæjarstjóra í nærliggjandi bæ gruni að faðir sinn hafi stolið apanum úr gæludýrabúð sem var til húsa í verslunarmiðstöðinni á sjöunda áratug síðustu aldar.

Þá hafa einhverjir lagt til að apinn hafi sloppið sjálfur úr búðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×