Erlent

Hætta útgáfu vegna skerts fjölmiðlafrelsis

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Magyar Nemzet þýðir "Ungverska þjóðin“ á ungversku. Hér ber að líta síðustu forsíðu blaðsins.
Magyar Nemzet þýðir "Ungverska þjóðin“ á ungversku. Hér ber að líta síðustu forsíðu blaðsins.
Áttatíu ára sögu ungverska dagblaðsins Magyar Nemzet lauk í gær. Útgefandinn sagði ástæðuna slæma fjárhagsstöðu og versnandi horfur fyrir fjölmiðlafrelsið eftir kosningasigur flokks Viktors Orbán, Fidesz.

Blaðið var einn stærsti stjórnarandstöðumiðillinn í Ungverjalandi en með vaxandi áhrifum Orbáns dróst lesturinn saman. Í odda skarst milli eigandans, Lajos Simicska, og Orbáns og Simicska leitaði hefnda.

„Nú þegar Orbán hefur náð að verja meirihluta sinn telur Simicska tímasóun að halda útgáfunni áfram. Með tilliti til niðurstaðna kosninganna býst hann við hefndum ríkisstjórnarinnar og hefur því skellt í lás,“ sagði Tamas Boros, stjórnmálagreinandi hjá Policy Solutions, við Reuters.




Tengdar fréttir

Orbán áfram við völd

Fidesz-flokkur forsætisráðherra Ungverjalands fór með sigur af hólmi í þingkosningunum í Ungverjalandi sem haldnar voru í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×