Enski boltinn

Stuðningsmenn Cardiff ósáttir við Aron Einar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson hefur ekki staðið undir væntingum stuðningsmanna Cardiff
Aron Einar Gunnarsson hefur ekki staðið undir væntingum stuðningsmanna Cardiff vísir/getty
Landsliðsfyrirliðinnn Aron Einar Gunnarsson er kominn aftur í lið Cardiff City eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Endurkoman hefur þó ekki staðið undir væntingum og er kallað eftir því að Aron verði settur á bekkinn.

Jamie Kemble hjá Inside Wales Sport skrifaði grein þar sem hann fer yfir það hvort Cardiff hafi í raun saknað Arons og tölfræðin er ekki með Akureyringnum í liði.

Hann hefur byrjað þrjá leiki síðan hann snéri til baka, jafntefli við Sheffield United og tvö töp gegn Wolves og Aston Villa.

Áður en kom að tapinu gegn Wolves hafði Cardiff ekki tapað í 13 leikjum. Það eru 1170 mínútur. Af þeim spilaði Aron um 120 mínútur. Í sigurgöngu sem náði 8 leiki í röð spilaði Aron 33 mínútur.

Kemble segir þó að Aroni til varnar hafi þessir þrír leikir verið mjög erfiðir, en hann hafi ekki litið vel út.

Margir stuðningsmenn Cardiff eru á sama máli og Kemble og eru ósáttir við íslenska landsliðsfyrirliðann.



 







Cardiff á fimm leiki eftir í 1. deildinni og er í harðri baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Liðið er eins og er í umspilssæti, fjórtán stigum frá 7. sætinu og einu stigi frá öðru sæti sem gefur beina leið upp í úrvalsdeildina.

Í könnun Kemble vilja 80 prósent stuðningsmanna Cardiff sjá Aron á bekknum í næsta leik gegn Norwich á laugardaginn.


Tengdar fréttir

Aron Einar sagður geta valið úr tilboðum frá fjórum löndum

Samningur Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða hjá Cardiff City rennur út í sumar og Aron hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við velska liðið. Það streyma nefnilega til hans tilboðin samkvæmt fréttum í enskum fjölmiðlum.

Félagar Birkis höfðu betur gegn Aroni í mikilvægum toppslag

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff töpuðu mikilvægum stigum er liðið tapaði 1-0 fyrir Aston Villa í ensku B-deildinni í dag. Þetta var hins vegar mikilvægur sigur fyrir Birki Bjarnason og félaga í Aston Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×