Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Vegna aðstöðuleysis hefur aðeins ein hjartaskurðaðgerð verið framkvæmd á Landspítalanum í vikunni þrátt fyrir að fjórar aðgerðir á viku nægi varla til sinna brýnustu þörfinni, að sögn yfirlæknis hjartaskurðlækninga.

Forstjóri Landspítalans segir spítalann ekki ráða við aukinn fjölda ferðamanna og telur nauðsynlegt að bregðast við með forvörnum, en fjallað verður nánar um málið í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Þar ræðum við líka við þolanda kynferðisbrota starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur, en ákæra í máli hans verður gefin út á morgun.

Loks lítum við inn á óvenjulega íþróttaæfingu og hittum þar eldri borgara sem fengu handboltakennslu hjá fyrrverandi landsliðsmönnum og landsliðsjálfara í dag. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×