Íslenski boltinn

Gulli Jóns tekinn við Þrótti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gulli reynir að koma Þrótti á meðal þeirra bestu.
Gulli reynir að koma Þrótti á meðal þeirra bestu. vísir/heimasíða Þróttar
Gunnlaugur Jónsson er tekinn við Þrótti í Inkasso-deildinni en hann tekur við af Gregg Ryder sem sagði hætti störfum eftir faglegan ágreining milli hans og stjórnar félagsins.

Gunnlaugur hætti með Skagamenn er nokkrum umferðir voru eftir af Pepsi-deildinni í fyrra en Skagamenn féllu niður um deild. Hann hafði þjálfað ÍA í þrjú ár.

Áður fyrr hafði Gunnlaugur þjálfað hjá HK, KA, Selfossi og Val en nú er hann mættur í Laugardalinn. Hans bíður styttur undirbúningur því Inkasso-deildin hefst eftir innan við fjórar vikur.

„Gunnlaugur mun auk þess að þjálfa meistaraflokkinn hafa yfirumsjón með uppbyggingu yngri flokka starfs félagsins í samráði við þjálfarateymi Þróttar. Við fögnum komu Gunnlaugs í Þrótt og væntum ánægjulegs samstarf í komandi baráttu í Inkassodeildinni í sumar,” segir í fréttatilkynningu Þróttar.

Gunnlaugur semur til tveggja ára eða út keppnistímabilið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×