Golf

Síðari níu holurnar fóru illa með Birgi Leif

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir Leifur í eldlínunni.
Birgir Leifur í eldlínunni. vísir/getty

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, fór illa að ráði sínu á síðari níu holunum á opna spænska meistaramótinu en spilað er í Madríd.

Fyrsti hringurinn var í dag og okkar maður fór vel ágætlega af stað en hann fékk par á fyrstu þremur holunum. Síðan komu tveir skollar og tveir fuglar á næstu tveimur holum svo hann var áfram á parinu.

Síðan tóku við fjögur pör í röð svo þegar komið var á tólftu holu var Birgir í ágætis málum á parinu. Á þeirri þrettándu fékk Birgir skolla og svo tóku við þrjú pör í röð.

Síðustu þrjár holurnar eru eitthvað sem Birgir Leifur vill líklega gleyma. Hann fékk skolla á sextándu og sautjándu og tvöfaldan skolla á síðustu holunni. Hann endaði því á fimm yfir pari.

Hringur tvö er á morgun en það þarft margt og mikið að gerast svo Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurðinn en hann er ansi neðarlega á skortöflunni þessa stundina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.