Golf

Síðari níu holurnar fóru illa með Birgi Leif

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birgir Leifur í eldlínunni.
Birgir Leifur í eldlínunni. vísir/getty
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur, fór illa að ráði sínu á síðari níu holunum á opna spænska meistaramótinu en spilað er í Madríd.

Fyrsti hringurinn var í dag og okkar maður fór vel ágætlega af stað en hann fékk par á fyrstu þremur holunum. Síðan komu tveir skollar og tveir fuglar á næstu tveimur holum svo hann var áfram á parinu.

Síðan tóku við fjögur pör í röð svo þegar komið var á tólftu holu var Birgir í ágætis málum á parinu. Á þeirri þrettándu fékk Birgir skolla og svo tóku við þrjú pör í röð.

Síðustu þrjár holurnar eru eitthvað sem Birgir Leifur vill líklega gleyma. Hann fékk skolla á sextándu og sautjándu og tvöfaldan skolla á síðustu holunni. Hann endaði því á fimm yfir pari.

Hringur tvö er á morgun en það þarft margt og mikið að gerast svo Birgir Leifur komist í gegnum niðurskurðinn en hann er ansi neðarlega á skortöflunni þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×