Enski boltinn

Æfingarferð Liverpool til Bandaríkjanna þar sem liðið spilar á rosalegum leikvangi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þessir strákar eru líklega flestir á leið til Bandaríkjanna í sumar.
Þessir strákar eru líklega flestir á leið til Bandaríkjanna í sumar. vísir/afp
Liverpool verður meðal þáttökuliða á alþjóða meistaramótinu, International Championship Cup, en enska félagið staðfesti þetta í gær og var þar af leiðandi síðasta liðið til að staðfesta þáttöku sína.

Þetta mót í Bandaríkjunum hefur vakið mikla lukku undanfarin ár og verið vel sótt af mörgum stærstu félögum heims. Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að mæta og myndast þar góð stemning.

Liverpool, Chelsea, Arsenal, Man. Utd og Tottenham verða í eldlínunni þetta árið auk þess sem Real Madrid, Bayern Munchen og Juventus hafa einnig boðað komu sína.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, fór með strákana sína til heimalands Klopp, Þýskalands, síðasta sumar en nú halda þeir aftur til Bandaríkjanna eins og þeir gerðu 2016.

Sögusagnir segja að einn af leikjum Liverpool verði spilaður á hinum magnaða Michigan Stadium í Ann Arbor en völlurinn tekur 107 þúsund manns og er þar af leiðandi stærsti völlurinn í Bandaríkjunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×