Körfubolti

LeBron James valinn leikmaður mánaðarins í fjórða sinn í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty

LeBron James hjá Cleveland Cavaliers og Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans voru valdir bestu leikmenn síðasta mánaðar NBA-deildarinnar en þá voru teknir inn leikir í mars og apríl.

Þetta var í fjórða sinn sem LeBron James er valinn bestur í Austurdeildinni en hann var einnig kosinn bestur í október/nóvember, desember og febrúar. Anthony Davis endaði tímabilið frábærlega og tók tvö síðustu mánaðarverðlaunin í Vesturdeildinni.LeBron James var með 29,6 stig að meðaltali í leik í mars og apríl sem var það hæsta í deildinni. Hann gaf einnig 9,5 stoðsendingar í leik (annar í Austurdeildinni í mars og apríl) og tók 9,4 fráköst í leik (fimmti).

Alls náði James sex þrennum í þessum einum og hálfa mánuði og þá hitti hann úr 53,6 prósent skota sinna á meðan Cleveland vann 14 af 22 leikjum sínum.Anthony Davis var með 28,2 stig og 11,1 frákast að meðaltali í leik en hann varði einnig 3,65 skot í leik og stal 1,85 boltum í leik. Pelíkanarnir unnu 13 af 20 leikjum sem Davis spilaði í mars og apríl.

Aðrir sem komu til greina sem bestu leikmenn mánaðarins að þessu sinni voru þeir Nikola Jokic hjá Denver Nuggets, Kevin Durant hjá Golden State Warriors, James Harden hjá Houston Rockets, Giannis Antetokounmpo hjá Milwaukee Bucks, Russell Westbrook hjá Oklahoma City Thunder, Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers, Damian Lillard hjá Portland Trailblazers og LaMarcus Aldridge hjá San Antonio Spurs.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.