Fótbolti

Bayern München búið að ráða manninn sem kom í veg fyrir að Ísland kæmist á HM í Brasilíu 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Niko Kovac fagnar sigri á Íslandi í nóvember 2013.
Niko Kovac fagnar sigri á Íslandi í nóvember 2013. Vísir/Getty

FC Bayern München hefur staðfest fréttir gærdagsins að Króatinn Niko Kovac verði næsti þjálfari liðsins. Kovac tekur við 1. júlí næstkomandi.

Bæjarar staðfestu ráðninguna á Twitter-síðu sína á sama tíma og félagið var í potinum þegar dregið var í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Jupp Heynckes tók við liðinu í október eftir að Carlo Ancelotti var rekinn í lok september en þetta var í fjórða sinn sem hann tekur við Bayern-liðinu. Heynckes ætlaði alltaf að hætta í vor og því vor Bæjarar að leita af framtíðarþjálfara liðsins.Bæjarar fundu næsta þjálfara sinn hjá liðinu sem er í baráttu um Meistaradeildarsæti í þýsku deildinni.

Niko Kovac þjálfaði króatíska landsliðið frá 2013 til 2015 en hefur verið þjálfari Eintracht Frankfurt frá 2016. Frankfurt hefur hækkað sig í töflunni á báðum tímabilum hans með liðið en liðð var í 16. sæti áður en Kovac tók við.

Við Íslendingar þekkjum Niko Kovac best á því að hann tók við króatíska landsliðinu rétt fyrir umspilsleiki við Ísland fyrir HM í Brasilíu 2014.

Króatar gerðu markalaust jafntefli á Laugardalsvellinum en komust á HM eftir 2-0 sigur í Zagbreb í seinni leiknum. Niko Kovac kom því í veg fyrir á Ísland kæmist á HM en síðan þá hefur íslenska landsliðið komist á tvö stórmót í röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.