Lífið

Bein útsending: Úrslit MORFÍs 2018

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Verzló og Flensborg eigast við í úrslitum MORFÍs í kvöld.
Verzló og Flensborg eigast við í úrslitum MORFÍs í kvöld.
Lið Flensborgarskólans og lið Verzlunarskóla Íslands keppa til úrslita í MORFÍs, ræðukeppni framhaldsskólanna, í Háskólabíói í kvöld. Hefst keppnin klukkan 20 og má fylgjast með henni í beinni útsendingu hér á Vísi í spilaranum neðst í fréttinni.

Umræðuefni kvöldsins er „Raunveruleikinn“ og mælir Flensborg með en Verzló á móti.

Lið Flensborgar er skipað þeim Einari Baldvini Brimar, Kristni Óla Haraldssyni, Sindra Blæ Gunnarssyni og Kolbeini Sveinssyni.

Lið Verzló er síðan skipað þeim Helenu Björk Bjarkadóttur, Hugin Sæ Grímssyni, Geir Zoëga og Pétri Má Sigurðssyni.

Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas, fer með fundarstjórn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×