Lífið

Huey Lewis aflýsir tónleikahaldi vegna heyrnaskaða

Birgir Olgeirsson skrifar
Huey Lewis hefur leitað til nokkurra lækna sem allir hafa ráðlagt honum að halda sig frá tónleikahaldi þar til ástand hans lagast.
Huey Lewis hefur leitað til nokkurra lækna sem allir hafa ráðlagt honum að halda sig frá tónleikahaldi þar til ástand hans lagast. Vísir/Getty
Bandaríski tónlistarmaðurinn Huey Lewis hefur neyðst til að aflýsa öllu tónleikahaldi með hljómsveitinni The News vegna heyrnaskaða

Lewis tilkynnti þetta á Twitter-síðu sinni í dag en hann segist hafa misst nærri því alla heyrn fyrir tónleika í Dallas í Bandaríkjunum fyrir tveimur og hálfum mánuði.

„Ég heyri smá og get greint samtöl sem ég við fólk, en ég heyri tónlist ekki nógu vel til að geta sungið með henni,“ segir Lewis.

Hann hefur leitað til nokkurra lækna sem allir hafa ráðlagt honum að halda sig frá tónleikahaldi þar til ástand hans lagast.

Huey Lewis and the News höfðu ráðgert að leika á fjölda tónleika í sumar en þurfa að aflýsa þeim. Lewis biður allar aðdáendur sína sem höfðu keypt miða innilegrar afsökunar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×