Innlent

Meðlimum í þjóðkirkjunni fækkar enn

Grétar Þór Sigurðsson skrifar
Stöðugt hefur fækkað í Þjóðkirkjunni síðustu ár. Sú þróun heldur áfram samkvæmt tölum Þjóðskrár.
Stöðugt hefur fækkað í Þjóðkirkjunni síðustu ár. Sú þróun heldur áfram samkvæmt tölum Þjóðskrár. Vísir/Vilhelm
Alls skráðu 802 einstaklingar sig úr þjóðkirkjunni á fyrstu þremur mánuðum ársins 2018. Tölurnar koma úr samantekt Þjóðskrár Íslands yfir breytingar á skráningu einstaklinga úr einu trú- og lífsskoðunarfélagi í annað á tímabilinu 1. janúar til 31. mars. Samantektin var birt í gær á vef Þjóðskrár. Þar kemur fram að á tímabilinu gengu 168 einstaklingar í þjóðkirkjuna. Samtals gengu því 634 fleiri úr þjóðkirkjunni en í hana á tímabilinu.

124 einstaklingar sem skráðir voru utan trúfélaga gengu í trú- eða lífsskoðunarfélög en 629 skráðu sig utan trúfélaga, í hópnum fjölgar því um 505 einstaklinga. Í lífsskoðunarfélagið Siðmennt gengu 103 fleiri en úr því. Loks má nefna að í fríkirkjurnar þrjár gengu 54 fleiri en úr þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×