Innlent

Fjögur útköll á skólaball MS

Baldur Guðmundsson skrifar
Lögreglumál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjórum út­köllum vegna ölvunar ungmenna og slysa á menntaskólaballi í Kaplakrika á fimmtudag.
Lögreglumál Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjórum út­köllum vegna ölvunar ungmenna og slysa á menntaskólaballi í Kaplakrika á fimmtudag. Vísir/stefán
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjórum út­köllum vegna ölvunar ungmenna og slysa á menntaskólaballi í Kaplakrika á fimmtudag. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að mikil og góð gæsla hafi verið á staðnum. Vel hafi verið staðið að ballinu.

Um var að ræða svokallað landbúnaðarball nemendafélags Mennta­skólans við Sund.

Skúli segir að leyfi hafi verið fyrir 650 manns á ballinu og að fjöldinn hafi verið nærri lagi.

Tveir urðu fyrir meiðslum á ballinu. Einn gestur féll af sviði. Hitt slysið varð þegar einstaklingur kýldi í vegg. Hvorugur slasaðist að ráði.

Hin tvö útköllin voru vegna ölvunar. Í tilfellum þar sem ólögráða einstaklingar voru undir áhrifum áfengis var foreldrum gert viðvart, eins og vera ber.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×