Lífið

„Jóðlandi strákurinn úr Walmart“ tryllti lýðinn á Coachella

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mason Ramsey á sviðinu á Coachellahátíðinni ásamt tónlistarmanninum DJ Wethan.
Mason Ramsey á sviðinu á Coachellahátíðinni ásamt tónlistarmanninum DJ Wethan. Vísir/Getty
Hinn ellefu ára gamli Mason Ramsey, betur þekktur sem „jóðlandi strákurinn úr Walmart“, kom óvænt fram á Coachella-tónlistarhátíðinni í Kaliforníuríki í gær.

Ramsey sló nýverið í gegn á samfélagsmiðlum eftir að myndbandi af honum að syngja fyrir viðskiptavini í Walmart-verslun í Bandaríkjunum var hlaðið á netið. Hann hefur síðan komið fram í spjallþætti Ellen DeGeneres og þá hefur um ein milljón manns fylgt honum á Instagram síðan myndbandið var birt.

Gestir Coachella-hátíðarinnar virtust ánægðir með frammistöðu Ramsey en myndbönd af atriðinu, auk myndbandsins sem skaut drengnum upp á stjörnuhimininn, má sjá hér að neðan.

Þá sat Ramsey fyrir framan Coachella-gesti í flugi á leiðinni á hátíðina og hóf upp raust sína. Atvikið má sjá í meðfylgjandi tísti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×