Lífið

Sjáðu dansstílana sem pörin reyna sig við annað kvöld

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Öll pörin sem hófu keppni í Allir geta dansað.
Öll pörin sem hófu keppni í Allir geta dansað.
Allir geta dansað er á dagskrá Stöðvar 2 annað kvöld. Þátturinn er sendur út í beinni útsendingu og hefst klukkan 19:10. Ágóði símakosningar að þessu sinni rennur til Pieta Ísland, samtaka gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Í síðasta þætti voru þau Sölvi Tryggvason og og Ástrós Traustadóttir send heim. Í næsta þætti fer eitt par heim og fer parið heim sem endar með fæst stig þegar einkunnir dómnefndar og símaatkvæði eru talin saman.

Hér að neðan má sjá hvaða dansstíla pörin reyna við og við hvaða lög þau dansa og hvaða kosninganúmer þau verða með. Ekki verður hægt að kjósa fyrr en á sunnudagskvöldið.



900-9001 Jóhanna Guðrún og Max

Quickstep – That man með Caro Emerald

900-9002 Jón Arnar og Hrefna

Vínarvals – Open arms með Journey

900-9003 Hugrún og Daði

Jive – In the mood með Glenn Miller

900-9004 Lóa Pind og Siggi

Foxtrott – The way you look tonight með Frank Sinatra

900-9005 Ebba Guðný og Javi

Samba – Me gente með J Baldvin og Willy William

900-9006 Bergþór og Hanna Rún

Tango – Tango Santa Maria

900-9007 Arnar og Lilja

Cha cha cha – Stayin’ alive með Bee Gees

 

 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×