Formúla 1

Ricciardo með ótrúlegan sigur í Kína

Einar Sigurvinsson skrifar
Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo fagnar sigrinum í dag.
Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo fagnar sigrinum í dag. getty

Daniel Ricciardo á Red Bull sigraði þriðju Formúlu 1 keppni tímabilsins sem fram fór í Kína. Þetta var fyrsti sigur Riccardo á tímabilinu. Hann ók frábærlega og fór úr sjötta sæti í það fyrsta á aðeins tíu hringjum.

Í öðru sæti var Valtteri Bottas sem ekur fyrir Mercedes, en Ricciardo náði að taka fram úr honum á lokametrum kappakstursins.

Ferrari ökuþórinn, Kimi Raikkonen, endaði í þriðja sæti en hann byrjaði mótið annar á ráspól.

Sebastian Vettel náði sér ekki á strik í dag. Hann endaði í áttunda sæti eftir að hafa fengið tíu sekúnda refsingu fyrir að rekast utan í Max Verstappen. Vettel, sem ekur á Ferrari, hafði unnið tvær fyrsti keppnir tímabilsins og var fremstur á ráspól í morgun. Það hefur ekki gerst á þessari öld að sá ökuþór sem sigrar fyrstu tvær keppnirnar endi ekki upp sem heimsmeistari.

Eftir aksturinn í dag er Sebastian Vettel enn efstur í stigakeppni ökuþóra en forskot hans fer úr 17 stigum í níu stig. Mercedes ökuþórarnirLewis Hamilton og Valtteri Bottas koma næst á eftir Vettel í 2. sæti og 3. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.