Erlent

Skógareldar í Ástralíu færast nærri íbúðasvæðum

Sylvía Hall skrifar
Eldurinn hefur færst nærri íbúðasvæðum og þykir of hættulegt að rýma þau sem stendur.
Eldurinn hefur færst nærri íbúðasvæðum og þykir of hættulegt að rýma þau sem stendur. Vísir/Getty
Miklir skógareldar geisa nú í Ástralíu og vinna slökkviliðsmenn að því að ná tökum á eldinum. Of hættulegt þykir að rýma svæðið og hafa yfirvöld biðlað til fólks að leita sér skjóls.

2500 hektarar af landi hafa nú þegar orðið eldsvoðanum að bráð frá því hann braust út snemma á laugardag og hefur eldurinn færst nærri íbúðasvæðum í suðurjaðri Sydney. Íbúar á svæðunum hafa deilt myndum af eldsvoðanum á samfélagsmiðlum þar sem sjá má þykkan reyk og eldglæringar.



Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, sagði veðurfarið í landinu mikið áhyggjuefni. Hitastig hefur verið óvenju hátt að undanförnu og sagði forsætisráðherrann mikilvægt að vera tilbúinn til þess að bregðast við náttúruöflunum í aðstæðum sem þessum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×