Tónlist

Destiny's Child kom aftur saman á Coachella

Kjartan Kjartansson skrifar
Söngkonurnar þrjár stigu trylltan dans á sviði í Kaliforníu í gærkvöldi.
Söngkonurnar þrjár stigu trylltan dans á sviði í Kaliforníu í gærkvöldi. Vísir/AFP

Öllum að óvörum kom söngsveitin Destiny‘s Child aftur saman stuttlega á Coachella-tónlistarhátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Fyrrum forsprakki hljómsveitarinnar, Beyoncé, fékk þá fyrrverandi hljómsveitarfélaga sína upp á svið til sín og tóku þær þrjú lög sveitarinnar.

Beyoncé var eitt aðalnúmerið á Coachella en orðrómar höfðu lengi verið um að Destiny‘s Child ætlaði að koma saman aftur á hátíðinni. Kelly Rowland hafði meðal annars neitað því að vita nokkuð um meinta endurkomu í viðtali við People-tímaritið í desember.

Því kom það flestum á óvart að Rowland og Michelle Williams stigu á stokk með Beyoncé í gær. Þær tóku lögin „Lose My Breath“, „Say My Name“ og „Soldier“ við mikinn fögnuð áhlýðenda.

Síðast komu söngkonurnar þrjár saman árið 2015 á gospeltónlistarverðlaunahátíð. Destiny‘s Child er ein vinsælasta kvennahljómsveit allra tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2006.

A post shared by Beyoncé (@beyonce) on


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.